Færsluflokkur: Bloggar

Fordómar á Mótorhjólafólki!

(Birt á spjalli www.skuggarnir.com)

Ég fór í dag suður á hjóli bróður míns því mitt hjól er ekki komið og ég þurfti að reynslu aka nýja gallanum mínum. Þegar ég var að aka hér út úr bænum var bíl lagt í kantinum og þegar ég var að fara fram hjá honum ók hann út á akreinina beint í veg fyrir mig.

Þegar ég var kominn í bæinn og búinn að útrétta það sm ég þurfti fór ég í vinnunna til að athuga hvort það þyrfti aukamann. Þegar ég kom þangað í gallanum fóru menn að ræða við mig um þetta hræðilega fólk sem mótorhjólafólk væri og hvernig allir mótorhjólamenn væru að stunda hrað og glæfraakstur og það ætti að gera öll þessi hjól upptæk og það væri okkur að kenna að sektir hefðu verið hækkaðar.

Þetta var mér svolítið sjokk að sjá þann mun á virðingu sem menn bera á manni eftir því hvort þeir eru hjólafólk eða ekki og það sem er að gerast er að fólk er farið að svína viljandi fyrir okkur og láta mikið fara í taugarnar á sér ef við förum framúir þeim "þó löglega sé".

Nú virðist vera tískan að tala illa um hjólafólk og sanna að það hafi rangt fyrir sér eins og kom greinilega fram þegar einhver embættismaður sagði að slysatölur á hellisheiðini hefðu farið niður og það væri víravegriðunum að þakka!

Fjölmiðlar og sýslumenn eru nú að slá sig til riddara, með því að nýta sér þá athygli sem þessi mál fá á okkar kostnað.

En þeir sem verst fara með orðspor okkar erum auðvitað við sjálf með því að gefa höggstað á okkur með slæmri framkomu í umferðinni og að sinna ekki bendingum lögreglu. Það að reyna að stinga lögreglu af er ekki bara stórhættulegt heldur setur slæman blett á okkur öll.

Ég held að það sé mikil vinna framundan hjá okkur öllum að endurreisa virðingu hjólafólks í augum almennings, ég tel að það verði ekki gert öðvrísi en með miklum áróðri frá hjólafólki til hjólafólks.

Það verður að virkja alla mótorhjóla klúbba til að vera með sýnilegan áróður til sinna félagsmanna.

Hvernig væri að við hugsuðum málið og skoðuðum hvort við höfum hugmyndir um hvernig við getum sýnt gott fordæmi.

Að lokum skora ég á ykkur að vera svolítið líflegri hér á þessu fína spjalli.

Hafþór #588
865-0938


Heimsókn á Þórirstaði

Fór á Þórirstaði í dag í heimsókn í sumarbústaðinn til mömmu og pabba. Ég og Jón Valgeir fórum um svæðið á fjórhjólunum bæði niður að vatni og upp á fjallið þar sem lóðin fyrir nýja bústaðinn er og tók nokkrar myndir.

DSC00281

DSC00284

 

 

 

 

 

 

 

 

DSC00286DSC00289

 

 

 

 

 

 

 

 
DSC00292 DSC00290

 

 

 

 

 

 

 

DSC00296 DSC00285

 


Komin aftur til Danmerkur og á leið heim til Íslands!

Jæja, nú er ég komin  út á flugvöll og er á leiðinni heim. Á laugardaginn mætti ég á fundinn og stóð hann til 17:30 ég stakk nú af kl: 16 til að hvíla mig aðeins fyrir kvöldið, ég lagði svo tímalega af stað og gekk í gegnum miðbæ Helsinki á leið í sendiráðið þar sem móttaka var fyrir okkur. Ég mætti þar á slaginnu 19 og var að sjálfsögðu alltof snemma á ferðinni því aðrir voru ekki að koma fyrr en um 30 mín síðar. Þarna var vel boðið af bæði mat og drykk. 

 Eftir að allir voru búnir að éta og drekka og halda ræður var kvatt og farið á skemmtistað sem hafði verið ákveðin fyrirfram og haldið áfram að skemmta sér við dans kennslu og fleira, eins og ekki þyrfti að hafa neinar áhyggjur af fundum morgundagsins.

Daginn eftir ákvað ég að vera nú ekki alltof nákvæmur á tímasetningum og gaf mér góðan tíma að tékka mig út og taka mig til. Þegar ég kom til fundarins var hann byrjaður, á þessum fundi norðurlandafélagana sem telja nokkra áratugi aftur í tíman hefur aldrei verið áhugi hinna félagana að halda þessa fundi á Íslandi en í fundar lok þegar kom að því að ákveða staðsetningu fyrir næsta ár lagði Sænski fulltrúinn að næsti fundur yrði haldinn á Íslandi og eftir að ég hafði útskýrt að við værum og hefðum alltaf verið til í að halda fundinn en það hefði alltaf skort á vilja hinna þjóðana til að koma til okkar var eftir nokkurt mögl Normannana ákveðið að næsti fundur verður haldin á Íslandi.

Eftir að fundinum lauk fórum við norðurlandafulltrúarnir og Írinn á úti veitingastað til að hvíla okkur fyrir flugið heim og fengu sumir sér bjór til að fagna góðum fundi. 

 


Í flug til Danmerkur á föstudaginn þrettánda.

Fór á föstudaginn 13. í flug til Danmerkur, allt gekk nú vel þrátt fyrir að það væri nú föstudagurinn 13. Lenti í mikilli sól og góðu veðri í Danmörku, eitt fór þó í taugarnar á mér ég hafði verið upptekinn í vinnu þar til seinnt á fimmtudeginum og fór seinnt að sofa og vaknaði snemma, sofnaði því í flugvélinni og vaknaði nokkru síðar með andfælum að aðstoðar flugstjórinn eða karlkyns flugfreyja öskraði það yfir alla flugvélina þeir sem væru á 1. farrými ólíkt okkur sem ferðumst á almenningi fengju að velja úr tveimur tegundum á morgunmat og lýsingu á þeim æfti hann yfir okkur sem ekki vorum í 1. flokk á tveimur tungumálum.

Ég spyr eru þessi tjöld sem dreginn eru á milli okkar og hinna sem betra hafa það ekki til að við vitum ekki hvað hinir hafa það betra en við og var þá ekki óþarfi að demba þessu yfir okkur og raska með því ró okkar?

Ég hef nú flogið mikið og aldrei lent í þessu áður og finnst bara betra að vera í fávisku um hvað ég er að missa af, finnst Iceland Air það ekki og vill endilega upp fræða mig um það?

 Ég hafði fartölvuna með mér og þar sem ég var að fara í tengiflug  til Finnlands notaði ég mér tíman eftir að ég var búinn að kíkja í verslanirnar þar til að kíkja á netið og hafa samband við vini og vinnufélaga í Msn og Skype.

Það var frábært að geta á þetta einfaldan og kostnaðarlausan hátt bæði bæði spjallað og talað við aðra heima og montað sig á því að vera utan Íslands að spjalla.

Þegar ég var að fara um borð í flugið  með SAS flugvélinni þá var mér boðið vegna þess að vélin hafði verið yfirbókuð að fara með seinni vél og þiggja fyrir það ómak 300 evrur og máltíð, þetta virkilega rausnarlega boð þáði ég ekki því ég taldi mig þurfa á ollum þeim tíma sem ég gæti fengið til að koma mér til hótels og í partýið sem var um kvöldið og svo átti ég von á að hitta þarna mann sem ég hafði hitt mörgum árum áður og var að fara á sama fund og ég. 

Ég átti nú eftir að berjast við nískuna í mér og sjá eftir því að hafa ekki þegið þessar evrur þegar ég seinna reiknaði hvað þetta er í krónum og þegar ég kom um borð í vélina og komst að því að þetta var líklega lélegasta flugvél sem ég hef nokkkru sinni komið í og þá er það líklega bara 97 þegar ég flaug frá Havana til Guantánamo sem ég flaug í verri vél en þó var sætið í þessari skrúfu vél mikið verra og einu góðu fréttirnar voru þær að ég hafði misreiknað flugtímann frá Kaupmannahöfn til Helsinki og varð mjög glaður þegar flugvélin tók að lækka flugið eftir 1,5 klst en ekki 2,5 klst því ég hafði ekki áttað mig á því að það var sumartími hjá Finnunum og því 3 klst munur á tímanum við okkur heima en ekki 2 eins og ég hélt.

Ég og Daninn fundum okkur svo rétta bus-inn og komumst á hótelið og vorum svo sóttir þangað í partýið. 

Er núna á hóteli í Danmörku að taka því rólega eftir mjög skemmtilega og árángurs ríka helgi í Finnlandi. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband