Í flug til Danmerkur á föstudaginn þrettánda.

Fór á föstudaginn 13. í flug til Danmerkur, allt gekk nú vel þrátt fyrir að það væri nú föstudagurinn 13. Lenti í mikilli sól og góðu veðri í Danmörku, eitt fór þó í taugarnar á mér ég hafði verið upptekinn í vinnu þar til seinnt á fimmtudeginum og fór seinnt að sofa og vaknaði snemma, sofnaði því í flugvélinni og vaknaði nokkru síðar með andfælum að aðstoðar flugstjórinn eða karlkyns flugfreyja öskraði það yfir alla flugvélina þeir sem væru á 1. farrými ólíkt okkur sem ferðumst á almenningi fengju að velja úr tveimur tegundum á morgunmat og lýsingu á þeim æfti hann yfir okkur sem ekki vorum í 1. flokk á tveimur tungumálum.

Ég spyr eru þessi tjöld sem dreginn eru á milli okkar og hinna sem betra hafa það ekki til að við vitum ekki hvað hinir hafa það betra en við og var þá ekki óþarfi að demba þessu yfir okkur og raska með því ró okkar?

Ég hef nú flogið mikið og aldrei lent í þessu áður og finnst bara betra að vera í fávisku um hvað ég er að missa af, finnst Iceland Air það ekki og vill endilega upp fræða mig um það?

 Ég hafði fartölvuna með mér og þar sem ég var að fara í tengiflug  til Finnlands notaði ég mér tíman eftir að ég var búinn að kíkja í verslanirnar þar til að kíkja á netið og hafa samband við vini og vinnufélaga í Msn og Skype.

Það var frábært að geta á þetta einfaldan og kostnaðarlausan hátt bæði bæði spjallað og talað við aðra heima og montað sig á því að vera utan Íslands að spjalla.

Þegar ég var að fara um borð í flugið  með SAS flugvélinni þá var mér boðið vegna þess að vélin hafði verið yfirbókuð að fara með seinni vél og þiggja fyrir það ómak 300 evrur og máltíð, þetta virkilega rausnarlega boð þáði ég ekki því ég taldi mig þurfa á ollum þeim tíma sem ég gæti fengið til að koma mér til hótels og í partýið sem var um kvöldið og svo átti ég von á að hitta þarna mann sem ég hafði hitt mörgum árum áður og var að fara á sama fund og ég. 

Ég átti nú eftir að berjast við nískuna í mér og sjá eftir því að hafa ekki þegið þessar evrur þegar ég seinna reiknaði hvað þetta er í krónum og þegar ég kom um borð í vélina og komst að því að þetta var líklega lélegasta flugvél sem ég hef nokkkru sinni komið í og þá er það líklega bara 97 þegar ég flaug frá Havana til Guantánamo sem ég flaug í verri vél en þó var sætið í þessari skrúfu vél mikið verra og einu góðu fréttirnar voru þær að ég hafði misreiknað flugtímann frá Kaupmannahöfn til Helsinki og varð mjög glaður þegar flugvélin tók að lækka flugið eftir 1,5 klst en ekki 2,5 klst því ég hafði ekki áttað mig á því að það var sumartími hjá Finnunum og því 3 klst munur á tímanum við okkur heima en ekki 2 eins og ég hélt.

Ég og Daninn fundum okkur svo rétta bus-inn og komumst á hótelið og vorum svo sóttir þangað í partýið. 

Er núna á hóteli í Danmörku að taka því rólega eftir mjög skemmtilega og árángurs ríka helgi í Finnlandi. 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband