19.6.2007 | 23:53
Fordómar á Mótorhjólafólki!
(Birt á spjalli www.skuggarnir.com)
Ég fór í dag suður á hjóli bróður míns því mitt hjól er ekki komið og ég þurfti að reynslu aka nýja gallanum mínum. Þegar ég var að aka hér út úr bænum var bíl lagt í kantinum og þegar ég var að fara fram hjá honum ók hann út á akreinina beint í veg fyrir mig.
Þegar ég var kominn í bæinn og búinn að útrétta það sm ég þurfti fór ég í vinnunna til að athuga hvort það þyrfti aukamann. Þegar ég kom þangað í gallanum fóru menn að ræða við mig um þetta hræðilega fólk sem mótorhjólafólk væri og hvernig allir mótorhjólamenn væru að stunda hrað og glæfraakstur og það ætti að gera öll þessi hjól upptæk og það væri okkur að kenna að sektir hefðu verið hækkaðar.
Þetta var mér svolítið sjokk að sjá þann mun á virðingu sem menn bera á manni eftir því hvort þeir eru hjólafólk eða ekki og það sem er að gerast er að fólk er farið að svína viljandi fyrir okkur og láta mikið fara í taugarnar á sér ef við förum framúir þeim "þó löglega sé".
Nú virðist vera tískan að tala illa um hjólafólk og sanna að það hafi rangt fyrir sér eins og kom greinilega fram þegar einhver embættismaður sagði að slysatölur á hellisheiðini hefðu farið niður og það væri víravegriðunum að þakka!
Fjölmiðlar og sýslumenn eru nú að slá sig til riddara, með því að nýta sér þá athygli sem þessi mál fá á okkar kostnað.
En þeir sem verst fara með orðspor okkar erum auðvitað við sjálf með því að gefa höggstað á okkur með slæmri framkomu í umferðinni og að sinna ekki bendingum lögreglu. Það að reyna að stinga lögreglu af er ekki bara stórhættulegt heldur setur slæman blett á okkur öll.
Ég held að það sé mikil vinna framundan hjá okkur öllum að endurreisa virðingu hjólafólks í augum almennings, ég tel að það verði ekki gert öðvrísi en með miklum áróðri frá hjólafólki til hjólafólks.
Það verður að virkja alla mótorhjóla klúbba til að vera með sýnilegan áróður til sinna félagsmanna.
Hvernig væri að við hugsuðum málið og skoðuðum hvort við höfum hugmyndir um hvernig við getum sýnt gott fordæmi.
Að lokum skora ég á ykkur að vera svolítið líflegri hér á þessu fína spjalli.
Hafþór #588
865-0938
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.